Tímalaus fegurð og glæsileiki í forgrunni

Árið 1962 hönnuðu Castiglioni bræðurnir þetta meistaraverk, klassíska Arco lampann sem hefur farið sigurför um heiminn og heillað marga upp úr skónum.  Innblásturinn sóttu Castiglioni bræðurnir af einfaldri hönnun ljósastaura. Stálsveigurinn sem heldur lampanum uppi sameinar hagkvæmni, gæði, sveigjanleika og styrk. Steinfóturinn sem ber ljósið upp er gerður úr Carrara marmara, einfaldlega til þess að fá sem mestan massa án þess að taka mikið pláss. Gatið í marmaranum er til þess að auðvelda það að lyfta fætinum en ekki bara til skrauts og skáskorin hornin eru til þess að enginn meiði sig. Hér er hugsað fyrir hverju smáatriði og vandað til verka á metnaðarfullan hátt.  Það má með sanni segja að notagildið hafi verið að leiðarljósi í allri hönnun Arco lampans en niðurstaðan er engu að síður fegurð og glæsileiki fram í fingurgóma í hverri línu. Arco lampinn fæst hjá Lumex og nýtur mikilla vinsælda hjá fagurkerum.