Segjast hafa opnað hjálparlínu fyrir reiða miðaldra karlmenn: munu hannes eða jón hringja? sjáðu myndbandið!

Miðaldra karlmenn sem finna til óstjórnlegrar reiði í garð hinn­ar 16 ára gömlu Gretu Thunberg er nú boðið að hringja í hjálparlínu til að létta á sér. Greta hefur vakið heimsathygli og nú síðast með tilfinningaþrunginni ræðu  í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ræðu sem sumir líktu við frægustu tölu Martin Luther King. Þar ávarpaði Greta þjóðarleiðtoga og heiminn allan.

Greta hefur fengið yfir sig skítkast, allt frá forseta Bandaríkjanna til minni spámanna. Ísland er þar engin undantekning. Hringbraut birti nokkur ummæli sem íslenskir karlmenn hafa sagt umGretu . Jón Magnússon, Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður sagði: „Hvað mundir þú segja ef 16 ára unglingur kæmi til þín og segði að jörðin væri flöt? Þú mundir í besta falli segja jæja vinan. Vitu ekki fara út að leika þér. En þetta með Gretu er alveg ótrúlega velheppnað áróðursbragð en að sama skapi óheiðarlegt. Þeir sem þurfa að beita svona vita að þeir hafa ekki rétt fyrir sér.“ Þá sagði Hannes Hólmsteinn: „ Aðgerðir Grétu Thunbergs minna mig á barnakrossferðina árið 2012. Fjöldaæði. Börn eru ekki endilega gáfulegasti leiðarvísir okkar að framtíðinni.“

Nú hefur háðsdeiluhöfundurinn Mark Humphries og meðhöf­und­ur hans Evan Williams búið til þjónustu fyrir þennan hóp, hjálparsíma vegna Thunberg. Mbl.is vekur athygli á þessu en þar segir:

 „Ég er miðaldra karl­maður með vand­ræðal­egt vanda­mál. Ég verð óskyn­sam­lega reiður við sænska stelpu sem vill bjarga jörðinni. Sem bet­ur fer get ég nú hringt í hjálp­arsíma.“

Þá er miðaldra karlmönnum bent á að hringja í hjálparsímann áður en þeir skrifa eitraðar hugsanir sínar um unglinginn á netmiðla. Líklega er þó að um háðsdeilu sé að ræða og ef símanúmerið verður á endanum birt væri það tilvalið fyrir Hannes og Jón Magnússon að slá á þráðinn.

THE GRETA THUNBERG HELPLINE:
For adults angry at a child. pic.twitter.com/JAtIKyG4Va

— Mark Humphries (@markhumphries) September 26, 2019