Samfylking fjórði framsóknarflokkurinn

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í Þjóðbraut kvöld að Samfylkingin hafi með hjásetu við afgreiðslu búvörusamninganna á Alþingi kosið að verða fjórði framsóknarflokkurinn á Alþingi.

Hinir eru Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og VG.

Benedikt undrast að einungis nítján þingmenn hafi getað afgreitt eins stórt mál og raun ber vitni.

Oddný Harðardóttir sagði Samfylkinguna hafa náð fram að endurskoða megi samningana eftir þrjú ár, það er strax á næsta kjörtímabili.

Þetta kom fram í Þjóðbraut á Hringbraut í kvöld; þar sem umræðan er.