Helft allra sumarhúsa á suðurlandi

12.574 sumarhús voru skráð á landinu í lok árs 2013 og hefur þeim fjölgað um 5.057 eða 67% frá árinu 1997 samkvæmt Fasteignamati ríkisins. Langflest sumarhús eru staðsett á Suðurlandi, en 6.446 eða 51% allra sumarhúsa landsins eru skráð á svæðinu. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Grímsnes- og Grafningshreppur höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á Suðurlandi: 2.642 sumarhús eru á svæðinu, eða 21% allra sumarhúsa á landinu. Þar á eftir kemur Bláskógabyggð þar sem 1.881 sumarhús voru skráð árið 2013.

Á Vesturlandi mátti finna 2.605 sumarhús í lok árs 2013. 1.123 sumarhús voru á höfuðborgarsvæðinu og 948 á Norðurlandi eystra. Á Vestfjörðum voru sumarhúsin 597 og á Norðurlandi vestra 425. 359 sumarhús voru skráð á Austurlandi, en fæst voru þau á Reykjanesi, 71 talsins. 

Gífurleg aukning hefur orðið á skráðum sumarhúsum frá árinu 1997. Áberandi fjölgun er árunum fyrir hrun, en mest var fjölgunin árið 2000 þegar sumarhúsum fjölgaði um 6,9% á milli ára. Sumarhúsum fjölgaði sömuleiðis mikið frá 2005 til 2008, en eftir hrun dró mjög úr fjölgun sumarhúsa á landinu.