Vill selja Friðrik Ómar | Ekki hár í loftið en þrælduglegur

Sigríður Breiðfjörð Róbertsdóttir auglýsir nú Friðrik Ómar frá Ormstöðum til sölu á þar til gerðri síðu á Facebook.

Hún segir hestinn 14 vetra, mikið tamin, viljugan og góðan hest en þurfa ákveðinn knapa.

Um Fimmgangshest sé að ræða en ekkert hafi verið átt við skeiðið.

„Allur gangur annars góður fyrir utan að hann getur verið linur á brokki,“ segir í auglýsingunni.

Hesturinn sé ekki hár í loftið en þrælduglegur og væri frábær í hestaferðirnar, að mati Sigríðar.

Söngvarinn ástsæli Friðrik Ómar hefur orðið við fjölda áskoranna og nýtir nú texta Sigríðar til að auglýsa eftir knapa á Tinder.

Hún segir hestinn 14 vetra, mikið tamin, viljugan og góðan hestur en þarf ákveðinn knapa.

Fimmgangshestur en ekkert verið átt við skeiðið.

Allur gangur annars góður fyrir utan að hann getur verið linur á brokki.

Ekki hár í loftið en þrælduglegur og færi frábær í hestaferðirnar.