Vill bíða með miklar yfirlýsingar um wow

Samgönguráðherra segir skynsamlegt að bíða með miklar yfirlýsingar um áform Michele Ballarin, sem ætlar að endurreisa WOW air og hefja áætlunarflug í næsta mánuði. Hann segir að fyrirhuguð endurreisn flugfélagsins WOW air hafi ekki verið kynnt stjórnvöldum. 
 
 

Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Ballarin, aðaleigandi og stjórnarformaður US Aerospace Associates greindi frá því í gær að félagið hefði keypt þrotabú WOW air og hygðist hefja flug milli Bandaríkjanna og Íslands í næsta mánuði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir:

„Ég er fyrst og fremst svo sem glaður yfir því að það er áhugi hjá flugfélögum heims, hvort sem þau eru ný eða í rekstri, að sýna því áhuga að fljúga til og frá Íslandi. Nú er þetta kannski meira í pípunum og ég sjálfur eða við í ráðuneytinu höfum ekki haft neinar fregnir af þessu annað en við lesum í fjölmiðlum, þannig að ég tel nú kannski skynsamlegast að bíða með miklar yfirlýsingar.“

Þetta er brot úr frétt RÚV. Hér má lesa fréttina í heild sinni.