Ef fólk þiggur atvinnuleysisbætur á Íslandi má það ekki yfirgefa landið til að fara í frí. Undantekning er ef Vinnumálastofnun er látin vita og þá falla allar greiðslur niður á meðan. Aðeins er heimilt að fara erlendis á bótum ef viðkomandi ætlar að leita að vinnu á Evrópska efnahagssvæðinu.
Á vef Fréttablaðsins kemur fram að Vinnumálastofnun hefur ýmis ráð til að fylgjast með bótaþegum og reyna koma í veg fyrir svindl. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar segir í samtali við Fréttablaðið:
„Við erum með eftirlit og höfum ýmis ráð til þess en það er ómögulegt að gefa það upp hver þau eru, því þá myndu allir sjá við okkur.“
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins koma samfélagsmiðlar stundum upp um fólk ef það hefur farið erlendis án þess að láta stofnunina vita. Ef upp kemst um viðkomandi missir sá hinn sami bætur í tvo mánuði.
Fjölmargir hafa tjáð sig um Fréttina en í þeim hópi er Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins. Hann spyr hvort lausnin sé ekki að gefa atvinnuleitendum sumarfrí á launum eins og öðru fólki. Gunnar Smári segir: „Hvers vegna ætti atvinnulaust fólk ekki að fá frí frá atvinnuleit? Hún er slítandi og nagandi, ekkert síður en vinna innan fyrirtækja eða stofnana?“
Gunnar Smári heldur áfram: „Vottorð til að fá að fara til útlanda og þá aðeins til að leita að vinnu; eruð þið að grínast?“
Á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins eiga sér stað fjörugar umræður um hvort svipta eigi fólk bótaréttinum fari það í frí erlendis. Þar bendir einn notandi á að