Vilborg og ingólfur í grunnbúðum

Vilborg Arna Gissurardóttir og Ingólfur Ragnar Axelsson eru komin í grunnbúðir Everest, hæsta fjalls heims. Grunnbúðirnar eru í 5 þúsund metra hæð og munu þau dvelja þar næstu daga í hæðaraðplögun.


Tindur Everest er 8.848 metra hár en hann hefur reynst mörgum ofviða vegna ofviðris og tíðra snjóflóða.


Þetta er í annað sinn sem Vilborg Arna og Ingólfur reyna að komast á tindinn en þau þurftu frá að hverfa í fyrra vegna mannskæðs snjóflóðs sem fékk mjög á þau bæði.


„Hér í „town base camp“ gengur allt sinn vanagang. Svona fyrstu dagana snýst lífið um að borða, drekka og hvílast. Það er því lítil hreyfing á okkur núna og markmiðið að aðlagast vel,“ skrifar Vilborg Arna á vefsíðu sína í gærdag.