Verkfærum stolið af vinnusvæði sg-bygg við keilugranda – íbúi segir sg-bygg ítrekað brjóta reglugerðir: „þá hlýtur maður að safna í slæma karma bankann“

„Sá nokkur til einhvers vera að athafna sig í gær/nótt á vinnusvæði okkar [að] Keilugranda 1-11?“ Umtalsverðu magni af verkfærum var stolið og ef einhver hefur séð til einhverra óprúttinna eða séð einhverja bíla eða eitthvað sem getur hjálpað, má gjarnan hafa samband við lögregluna eða okkur hjá SG-Bygg, takk fyrir.“

Svo segir í innleggi Kolbrúnar Rakelar Helgadóttur sem hún birti í Facebook-hópnum Vesturbærinn í gær.

„Meðal þess sem stolið var eru Dewalt og Makita verkfæri, hleðslutæki, rafhlöður, slípirokkar, skrúfvélar, borvélar, hjólsagir, stingsagir, brotvélar, naglabyssur [o.fl.] Einnig McCulloch bensín keðjusög og fleira,“ bætir Kolbrún við.

Ásta Hrönn Ásgeirsdóttir, sem býr á svæðinu, setur athyglisverð ummæli við innlegg Kolbrúnar: „Karma?“

Beðin um að útskýra nánar hvað hún eigi við segir Ásta: „Þegar verktaki hefur síðastliðin 2 ár ítrekað brotið reglugerðir þannig að íbúar í kring þurfa stanslaust að hringja á lögreglu og/eða hafa samband við eiganda bygginganna til að fá þá til að láta af brotunum þá hl[ý]tur maður að safna í slæma karma bankann.”

Ásta segir einnig að formaður yfir verkinu að Keilugranda hafi haft í hálfgerðum hótunum við íbúa sem hafi farið og rætt við hann eldsnemma á sunnudagsmorgni og beðið um að virða reglur um hávaða.

Verkfærin merkt með appelsínugulum lit

„Við merkjum verkfærin okkar með ORANGE lit eins og sjá má á myndunum í þessum pósti,“ bætir Kolbrún við í innleggi sínu.

\"\"

„Við viljum biðja ykkur að aðstoða okkur í að finna þetta og þið megið gjarnan láta okkur vita ef þið heyrið af einhverjum sem er að reyna að koma þessum hlutum í verð. Eins ef þið sjáið einhvern nota verkfæri sem eru merkt á þennan hátt og viðkomandi er ekki merktur SG-Bygg - þá má gjarnan láta okkur eða lögregluna vita,“ segir hún að lokum.