Íslandsbanki spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) verði óbreytt í júlí frá fyrri mánuði og miðað við þá spá eykst verðbólga úr 1,5% í 1,9% í júlí.
Í samantekt bankans er að finna þessi atriði. Bankinn spáir óbreyttri VNV í júlí og að verðbólga auksit í 1,9%. Verð á húsnæði og flugfarseðlum og enldneyti leiða til hækkunar og útsöluáhrif leiða til lækkunar. Verðbólga verður 2,6% í a´rlok 2017 og 2,9% yfir árið 2018 og 2,8% árið 2019.
Er því útlit fyrir að verðbólga fari yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands í kringum næstu áramót en verði síðan að jafnaði rétt um 3,0% árið 2019. Útlit er fyrir fremur hóflega verðbólgu á Íslandi svo lengi sem gengi krónunnar gefur ekki verulega eftir. Gengisþróun krónunnar hefur verið töluverð önnur en Íslandsbanki vænti unadnafarnar vikur. Gengisforsendur Íslandsbanka eru nú varfærnari hvað varðar frekari styrkingu krónunnar.
Nánar www.islandsbanki.i