Hershöðinginn John Kelly tekur til starfa sem næsti liðsstjóri (e.Chief of Staff) forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu. John Kelly er 67 ára gamall uppgjafarhermaður og fyrrverandi hershöfðingi í landgönguliði bandaríska flotans.
Skapgerð hans og saga hans eru vísbendingar um hæfni hans til að takast á við það erfiða verkefni sem bíður hans í Hvíta húsinu. John Kelly er ráðherra í ríkisstjórn Donald J. Trump og fer hann með heimavarnarmála þar til á mánudag og því þarf forseti Bandaríkjanna að finna nýjan ráðherra.
John Kelly er frá Boston í Massachusetts ríki á austurströnd Bandaríkjanna og er af írskum ættum og er katóliki. Hann er því líkur Donald J. Trump - hvorki ættstór né silfurskeiðungur af broddborgaraættum - en hóf starfsferil sinn í kaupskipaflota Bandaríkjanna. Hann fékk herkvaðingu þá 16 ára gamall og skráði sig til þjónustu í landgönguliði bandaríska flotans árið 1970 og þar hefur hann þjónað þar til á síðasta ári. Hann tók við ráðherraembætti í ríkisstjórn Donald J. Trump í janúar á þessu ári.
Stjórnmálaskýrendur bandarískra fjölmiðla eru en þá að átta sig á merkingu þess að Donald J. Trump velur John Kelly til að stýra starfsliði Hvíta hússins. Starf liðsstjóra Hvíta hússins krefst þess að liðsstjórinn njóti fyllsta trausts forsetans.
John Kelly þarf að koma á bæði húsaga og hjúaaga í Hvíta húsinu en þar hefur vantað skipuleg vinnubrögð. Þar mun hann meðal annars þurfa að venja óheft ættmenni forsetans við liðsaga og kenna hlýðni öllum þeim agalausu starfsmönnum Hvíta hússins sem eru vanir lausagangi.
Tíminn leiðir í ljós hvernig þeim semur forsetanum og liðsstjóranum. Óhætt mun að fullyrða að Donald J. Trump og John Kelly séu róttæklingar sem leggja til atlögu við hina íhaldssömu sem berjast gegn breytingum.
Þeim fer því báðum vel að hefja nýjar hugmyndir á loft. Þeir búa sig undir að þola mótbárur og andstöðu og óhróður skjladborgarinnar. Það eru eldskírnir sem nýjungar verða að standast áður en þær verðskulda aðgang að valdasölum Washington D C þar sem skjaldborgin ræður ríkjum.
John Kelly er óhræddur við að kynna og verja umdeildar hugmyndir. Hann var talsmaður þess að konum í bandaríska heraflanum skyldi heimilt að taka þátt í bardögum í fremstu víglínu.
Þessi hugmynd mætti mikilli andstöðu innan bandaríska stjórnkerfisins en John Kelly sigraði. Konur eru nú fullgildir liðsmenn í bardagasveitum bandaríska heraflans.
Stjórnmálaskýrendur segja að Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna finnur nú betur að skjladborgin og valdaöflin henni tengd í Bandaríkjunum munu standa fast gegn honum og öllum hans stefnumálum.
Skjaldborgin og valdaöflin eru á því að það fari vel á því að hið aldna standi standi fast gegn Trump breytingum og að hið aldna láti ekki hið unga ýta við neinu.
Slík spenna í Washington D C er uppspretta hins stælta sköpunarmáttar bandarísku byltingarinnar og stuðlar að framþróun. Skjaldborgin og valdaöflin bandarísku óttast Donald J. Trump.
Frumkvæðismikill einstaklingur er aftur kominn fram á sjónarsvið bandarískra stjórnmála sem móttandi afl í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Tíminn leiðir í ljós hver nærri kjarna málsins stjórnmálaskýrendur eru í þessari umsögn sinni.