Magnús Jón Kjartansson tónlistarmaður, eða Maggi Kjartans eins og hann er vanalega kallaður, var gestur Sigurður K. Kolbeinssonar í þættinum Grillspaðinn á Hringbraut í gærkvöld.
Magga er margt til lista lagt enda á hann glæstan feril að baki sem einn af fremstu tónlistarmönnum þessa lands. Hann deildi uppskrift sinni að úrbeinuðu lambalæri ásamt góðu meðlæti með áhorfendum Hringbrautar í kvöld:
Kjöt:
Lambalæri, ca. 3 kg, mjaðmabeinið skorið frá og hækillinn líka. (Það má t.d. nota beinið til að búa til sósugrunn.)
Lítil göt skorin á lærið og ca. 10 hvítlauksrifum komið fyrir.
Kryddað með tímían og rósmarín skorið niður.
Lærið síðan penslað með ólífuolíu og kryddjurtum stráð yfir.
Léttkryddað með salti og pipar.
Grillað í 50 mín. á 300 C.
Salat:
Þeyttur rjómi og smá sýrður rjómi, hrært saman.
Græn epli skorin í litla bita.
Heill annanas skorin í bita.
Öllu blandað saman.
Meðlæti:
Sætar kartöflur og bernaise sósa (tilbúið).
Eftirréttur:
Ferskjur skornar í tvennt og steinninn fjarlægður.
2 dl Balsamic soðið niður í 1 dl.
2 matskeiðar af Molassis blandað út í og úr verður sósa.
Ferskjur smurðar að innan og settar á grillið.
Ferskjur síðan smurðar að ofanverðu meðan á grillingu stendur.
Hér má horfa á þátt gærkvöldsins.