Tveggja ára sér móður sína í fyrsta sinn (myndband)

Það sem netverkjar geta áorkað, er ótrúlegt! Þannig var að Daiana Pereira hafði fylgt ungri dóttur sinni eftir í hverja augnaðgerðina á fætur annarri, en dóttirin hafði fæðst með sjaldgæfa tegund af gláku (e. pediatric glaucoma). Dóttirin heitir Nicolly og er tveggja ára.

Daiana var við það að missa alla von um að Nicolly fengi einhvern tíman sjónina. Augun voru alltaf fullt af vökva, sem þýðir að það var í rauninni vökvinn sem kom í veg fyrir að Nicolly gat séð. Að því kom að Daiana birti sögu sína á Facebook og sagðist hreinlega úrkulna vonar. Það væri búið að reyna ýmislegt, en ekkert gengi.

Að sögn Huffingtonpost, vakti stöðufærsla Daiana hins vegar svo mikla athygli á Facbook að áður en langt um leið, höfðu safnast 17 þúsund dollarar, til að aðstoða Nicolly.  Mæðgurnar búa í Brasilíu, en gátu fengið aðstoð hjá augnlæknum í Miami í Bandaríkjunum, sem töldu sig geta læknað Nicolly.

Og til að gera stutta sögu langa, þá tókst þeim það. Á meðfylgjandi myndbandi getið þið séð þegar Nicolly sér móður sína í fyrsta sinn, en eins og sjá má, er eins og það taki þá litlu smá tíma að átta sig á því að hún er farin að sjá móður sína og allt um kring.

Zetan er í eigu Spyr.is, samstarfsaðila Hringbrautar. Þú sendir spurningar og sérð svörin á spyr.is en fréttir og annað efni á hringbraut.is. Fylgstu líka með fjölbreyttri innlendri sjónvarpdagskrá Hringbrautar öll kvöld vikunnar: rás 7 hjá Símanum og rás 25 hjá Vodafone. Við erum málefnaleg, fróðleg, lífleg og ókeypis!