7 atriði sem öll pör þurfa að glíma við

Zetan rakst á grein á Huffingtonpost þar sem sérfræðingar lista upp 7 atriði sem þeir segja að öll pör glími við. Skiptir þá engu hvaða fólk um ræðir, hver staða þeirra er eða tilurð sambandsins: Þetta eru hreinlega 7 atriði sem munu koma upp! En hver eru þá þessi atriði sem öll pör eiga sameiginleg? Jú, skoðum listan og sjáum hvort þetta séu ekki atriði sem flestir – ef ekki allir – kannast við.

1. Makinn er ekki fullkominn.

\"\"Við gerum ráð fyrir að makinn sé elskhugi okkar, sálufélagi, besti vinur, gott foreldri og þar frameftir götunum. En fljótlega komumst við þó að því að makinn okkar getur auðvitað ekki verið fullkominn í öllu því sem hér er listað upp: ekkert frekar en við getum sjálf!

2. Að tala mikið saman gerist ekki sjálfkrafa. 

Í dag er síminn besti vinur para sem eru í tilhugalífinu. Það er verið að senda skilaboð, broskarla, myndir eða hringja allan daginn. Ekkert kemst að hjá hinum aðilanum en þú. En þannig verður það ekki alltaf og eitt af því sem pör munu rekast á er að það að tala mikið saman og deila með hvort öðru, byggir á vinnu en er ekki eitthvað sem þróast sjálfkrafa í samböndum.

\"\"3. Kynlífið verður ekki alltaf meiriháttar.

Eins auðvelt og það er í byrjun að stunda frábært kynlíf, komast öll pör að því að þetta er eitthvað sem þarf að vinna í, þróa og viðhalda eins og hverju öðru. Ekkert gerist sjálfkrafa og því er allt sem heitir að viðhalda góðu kynlífi, hrifningu og nánd hreinlega vinna.

4. Sambandið verður ekki 100% eins og þú hélst.

Það skiptir engu máli hvaða hugmyndir fólk hefur fyrirfram um væntanlegt samband sitt við makan, sambandið verður aldrei alveg þannig. Þetta þýðir þó ekkert endilega að sambandið þróist á eitthvað neikvæðri veg en þú telur í upphafi því þvert á móti: Það gæti orðið miklu betra!

5. Makinn hættir ekki öllum ósiðum sínum.

Eitthvað sem maki þinn gerir, er eitthvað sem þér þykir miður. Fer í taugarnar á þér eða er eitthvað sem þú flokkar undir ósið. Hér skipta samtöl ekkert endilega svo miklu máli því það þurfa allir að gera ráð fyrir að makinn breytist ekki hvað þetta varðar að öllu leyti. Ekkert frekar en þú.

6. Peningamál munu valda spennu.

\"\"Peningamál munu valda spennu. Skiptir þá engu máli hver fjárhagurinn er því togstreita vegna peningamála þarf ekkert endilega að snúast um skuldir. Á einhverjum tímapunkti og þá oftast oftar en einu sinni, mun togstreita myndast á milli para vegna peninga eða ákvarðana um peninga og skuldir.

7. Að halda tryggð er áskorun.

Að halda tryggð er áskorun, þótt hún feli það ekkert endilega í sér að vera mjög erfið. Það er hins vegar staðreynd að fólk laðast af öðru fólki og það getur alveg gerst eftir að viðkomandi fer í samband. Reyndar er eiginlega óhjákvæmilegt að fólk hitti ekki stundum fyrir einhvern sem það laðast að, en hér skiptir öllu máli að vera trúr makanum og muna að það er ekkert sem þið viljið bæði meir en að sambandið ykkar gangi vel upp.

\"\"

Zetan er í eigu Spyr.is, samstarfsaðila Hringbrautar. Þú sendir spurningar og sérð svörin á spyr.is en fréttir og annað efni á hringbraut.is. Fylgstu líka með fjölbreyttri innlendri sjónvarpdagskrá Hringbrautar öll kvöld vikunnar: rás 7 hjá Símanum og rás 25 hjá Vodafone. Við erum málefnaleg, fróðleg, lífleg og ókeypis!