Draugalegt hús morðingja til sölu – myndir

Það er eitthvað draugalegt við húsið, sem þó ert stórt glæsihýsi að sjá að utan. Inni fyrir liggur alls konar dót en þeir sem þekkja til sögu hússins, getur ekki fundist annað en eitthvað óhugnanlegt við að sjá til dæmis dúkku sem á vantar eitt auga, liggjandi á gólfinu. Á dúkkunni er einhver rauður blettur... er það gamalt og storknað blóð?

\"\"

Húsið sem um ræðir hefur verið þekkt undir heitinu ,,Murder Mansion,” eða ,,Glæsihýsi morðingja” í áratugi. Það stendur á fallegum stað, rétt fyrir utan Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þar hefur það staðið autt í áratugi, því erfingjar síðustu eigenda hússins, hafa ekkert viljað hafa með húsið.Yngsti erfinginn lést síðan í fyrra. Sá erfingi átti engin börn og því endaði húsið með að fara á sölu. Á það er sett 2,75 milljónir dollara, sem þykir víst mjög hóflegt verð miðað við stærð og staðsetningu.

En mun einhver vilja kaupa þetta hús?

Sorgarsaga hússins átti sér reyndar stað árið 1959. Þá bjó þar fimm manna fjölskylda. Húsbóndinn var Dr. Harold N. Perelson, mikilsvirtur hjartalæknir og nokkuð vel í efnum. Harold og eiginkona hans, Lillian, áttu þrjú ung börn. Þau voru 18 ára, 13 ára og 11 ára. Fyrir utanaðkomandi, virtist Perelson fjölskyldan hin fullkomna fjölskylda. Fimm manns sem bjuggu í glæsilegu húsi, húsbóndinn í góðu starfi og þau höfðu allt til alls.

\"\"

Að kvöldi 6.desember, gerðist eitthvað svo óhugnanlegt að um mann fer bara hrollur við lesturinn einan og sér. Þannig tók Harold hamar og barði eiginkonu sína til dauða. Lillian var sofandi þegar barsmíðarnar hófust. Næst sneri hann sér að elstu dótturinni, Judye. Hún var í herberginu sínu en náði að komast undan föður sínum, þar sem hann þó sló til hennar með hamrinum. Judye hlaut meðal annars þungt höfuðhögg en náði þó að komast út úr húsinu og hlaupa yfir til nágrannans eftir hjálp.

Á meðan vaknaði miðdóttirin Debbie við öskur og læti. Jafn furðulega og það hljómar, virtist Harold hinn rólegasti þegar hann talaði við hana. Hann sagði dóttur sinni að fara bara aftur að sofa. Allt væri í stakasta lagi og hún hefði bara verið með martröð.

Nágranninn, Marshall Ross, hringdi strax á neyðarlínuna en hljóp síðan yfir í hús Perelsonsfjölskyldunnar. Þar hitti hann fyrir lækninn, sem hann sagði að hefði verið æstur og í uppnámi. Ross sagði lækninum að leggjast niður og reyna að róa sig. Lögreglan væri á leiðinni.

Læknirinn læsti sig því næst inni á baðherbergi og var þar þegar lögreglan kom. Þar tók hann inn mikið magn lyfja, missti meðvitund og lést skömmu síðar. Það voru því tvö lík sem borin voru út úr húsinu þessa nótt.

\"\"

Lítið er vitað um hvað varð um börnin og aldrei hefur það verið upplýst, hvað mögulega fékk lækninn til að myrða konuna sína með svona óhugnanlegum hætti og reyna því næst að gera það sama við elstu dóttur sína. Einhverjir hafa þó haft þær kenningar að læknirinn hafi verið uppdópaður af lyfjum.

\"\"

Fljótlega keyptu hjón þó húsið, Julian og Emily Enriquez. Þau fluttu þó aldrei inn, heldur notuðu það til að geyma hitt og þetta dót. Húsið stóð því autt með öllu innanborðs og varð eins og áður sagði, þekkt fyrir að vera hús morðingjans. Þegar Enriquez hjónin létust, vildu börn þeirra heldur ekkert með húsið hafa og áfram stóð það því autt. Yngsti sonur þeirra, Rudy, lést síðan í fyrra og í þessum mánuði, apríl 2016, var húsið loks sett í sölu.

Bloggarinn og ljósmyndarinn Alexis Vaughan, fékk að fara inn í húsið og mynda það eins og það hefur staðið síðustu áratugina. Þar má sjá nánast allt óhreyft frá því þetta örlagakvöld árið 1959. Dót sem börnin léku sér eitt sinn með, pappírar sem læknirinn var með í vinnustofu sinni, krukkur með mat sem hafa aldrei verið opnaðar...

\"\"

\"\"

\"\"

\"\"

\"\"

En nú er spurning um hvort eitthvað fólk sjái fyrir sér breytingar þannig að þarna geti fjölskylda búið á ný. Mismunandi skoðanir eru á því hvort húsið muni yfir höfuð seljast eða ekki. Væntanlega kemur það í ljós næstu vikur eða mánuði, en hitt er ljóst að hús með svona sögu, selst örugglega ekkert svo auðveldlega, sama hvert söluverðið er.

\"\"

Scribol

Zetan er í eigu Spyr.is, samstarfsaðila Hringbrautar. Þú sendir spurningar og sérð svörin á spyr.is en fréttir og annað efni á hringbraut.is. Fylgstu líka með fjölbreyttri innlendri sjónvarpdagskrá Hringbrautar öll kvöld vikunnar: rás 7 hjá Símanum og rás 25 hjá Vodafone. Við erum málefnaleg, fróðleg, lífleg og ókeypis!