Tómas Andrés Tómasson, oftast kallaður Tommi og kenndur við hamborgarabúlluna, segist vera eini þingmaðurinn sem fær ekki 11,5 prósent í lífeyrissjóð og að það sé vegna aldurs.
Hann ræddi málin og fleira í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Aðspurður hvað aðrir þingmenn segðu þegar hann tæki málið upp á þinginu, sagði Tómas að allir væru undrandi vegna málsins.
„Það hefur náttúrulega aldrei maður á mínum aldrei verið kosinn inn í fyrsta skipti,“ sagði Tómas í Bítinu og bætti við að þetta væri staða sem hefði ekki komið upp áður á þinginu.
Tómas segir þessu þurfa að breyta og spurði í þættinum hvar hans réttindi væru. Allir þingmenn fengju sín 11,5 prósent í lífeyrissjóð nema hann.