Kvíði er ein algengasta tegund vanlíðan á meðal fólks og getur birst í nánast óteljandi myndum og af misjafnlega miklum þunga frá einum tíma til annars, en margra tegunda hans verður ekki síst vart þegar nær dregur hausti og sumar fer að kveðja.og getur birst í nánast óteljandi myndum og af misjafnlega miklum þunga frá einum tíma til annars, en margra tegunda hans verður ekki síst vart þegar nær dregur hausti og sumar fer að kveðja.
Á vefnum kvidi.is má lesa sér til um hin ótal andlit kvíðaröskunar - og það er forvitnilegur lestur.
- Almenn kvíðaröskun
Almenn kvíðaröskun lýsir sér í því að einstaklingar finna fyrir kvíða til lengri tíma sem er ekki tengdur einum einstökum atburði eða hlut. Einkennin eru stanslaus ótti og óþarfa áhyggjur af hversdagslegum hlutum.
- Fælni
Fælni er algengasta kvíðaröskunin og flokkast allar tegundir fælni þar undir. Meðal annars fælni við ákveðnar dýrategundir, staði, líkamsvessa eða ákveðnar aðstæður. Þolendur fælni eru meðvitaðir um að ótti þeirra er ekki í réttu hlutfalli við þá raunverulegu ógn sem þolandanum finnst yfirþyrmandi.
- Felmturröskun/kvíðaköst
Felmturröskun/kvíðaköst lýsir sér í því að einstaklingar upplifa snöggar og ákafar ótta- og hæðslutilfinningar sem lýsa sér í ótta, hræðslu, ruglingi, svima, flökurleika og/eða erfiðleika með andardrátt. Ástandið getur varað allt frá undir 10 mínútum upp í nokkrar klukkustundir. Orsök kvíðakastanna getur verið stress, ótti og þrekæfingar. Þó er orsökin ekki altaf skýr eða áþreifanleg.
- Víðáttufælni
Víðáttufælni er kvíði við að vera á ákveðnum stað eða í aðstæðum sem erfitt eða vandræðalegt er að yfirgefa. Víðáttufælni hefur sterk tengsl við felmtur/kvíðaköst. Algeng birtingarmynd er t.d. að þurfa ætíð að vera í sjónlínu við hurð eða aðrar útgönguleiðir.
- Félagsfælni
Félagsfælni lýsir sér í miklum ótta við neikvæða athygli á almannafæri, að verða sér til skammar á almannafæri eða félagsleg samskipti. Félagsfælni getur átt við sérstaka félagslega atburði eins og að halda ræðu eða sem algengara er, að forðast flest (eða öll) samskipti við annað fólk. Birtingarmynd félagsfælni eru yfirleitt líkamleg einkenni á borð við roða í kinnum, svita og erfiðleika með tal. Eins og með aðarar kvíðaraskanir leitast þolendur oft við að forðast aðstæður sem kalla á einkennin. Það sem er sérstaklega varhugavert við einstaklinga sem þjást af félagsfælni er að það getur leitt til félagslegrar einangrunar.
- Áráttu- og þráhyggjuröskun
Áráttu- og þráhyggjuröskun er tegund kvíðaröskunar sem einkennist af endurtekinni þráhyggju (stressandi, viðvarandi og uppáþrengjandi hugsanir eða ímyndun) og áráttu (hvetur til að framkvæma tilteknar aðgerðir og hefðir). Líkja má áráttu- og þráhyggjuhegðun við hjátrú þar sem einstaklingur trúir á orsakasamband aðgerða sem er ekki til í raunveruleikanum. Oft er ferlið algerlega órökrétt, t.d. að halda það að göngulag eftir ákveðnu mynstri (árátta) sporni við einhvers konar skaða (þráhyggja). Í minni hluta tilfella þjást einstaklingar eingöngu af þráhyggju, án augljósrar áráttu og enn minni hluti upplifir eingöngu áráttu.
- Áfallastreituröskun
Áfallastreituröskun orsakast af áfalli sem einstaklingur upplifir, t.d. bardaga, náttúruhamförum, nauðgun, misnotkun, einelti eða alvarlegu slysi. Áfallaröskun getur orsakast af langvarandi streitandi aðstæðum, t.d. hjá hermönnum sem höndla ekki sífellda bardaga. Algeng einkenni eru óeðlilega mikil árverkni (aðgát), endurupplifanir, flóttahegðun (að forðast aðstæður sem það óttast), áráttuhegðun, kvíði, reiði og þunglyndi.
- Aðskilnaðarkvíði
Aðskilnaðarkvíði er það að finna fyrir miklum og óviðeigandi kvíða yfir því að vera aðskilinn frá einstaklingi eða stað. Aðskilnaðarkvíði er eðlilegur í þroska barna. Þegar tilfinningin er mjög mikil eða óviðeigandi má líta á aðskilnaðarkvíða sem vandamál.
Nánar er hægt að fræðast um kvíðaröskun á kvidi.is.