Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, trúlofaði sig í gær á aðfangadag.
„Jólin komu snemma í ár,“ sagði Þórhildur í færslu sinni á Facebook þar sem hún greindi vinum sínum frá trúlofuninni. Þar deilir hún einnig fallegum myndum af sér og kærasta sínum Rafal Orpel þar sem þau skála skælbrosandi í kampavín.
„Ástin mín eina fór á skeljarnar við ströndina og ég sagði já, að eilífu já!“ segir Þórhildur Sunna og óskar því næst öllum gleðilegra jóla. „Gleðileg jól kæru vinir!“
Við óskum þingmanninum og Rafal innilega til hamingju!