Eiríkur Rögnvaldsson ákvað „í hégómaleik“ sínum að kanna hvaða niðurstöðu gervigreindin myndi gefa upp ef hann spyrði hana hver hann sjálfur væri. Hann segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. Sjá frétt um málið hér.
Egill Helgason virðist lítið hrifin af gervigreindinni og ritar undir „Ótrúlega óspennandi drasl. Í alvöru. Hvers vegna viljum við láta þetta verkfæri sem alltaf verður fullt af villum og hlaðið fúski taka frá okkur verkefni og störf sem við getum svo hægast unnið og er okkur tamt. Auðvaldið mun svo geta notað þessi verkfæri til að skera niður störf á sama tíma og þjónusta versnar.“
