Þetta veit gervi­greindin um Ei­rík Rögn­valds­son: „Ó­trú­lega ó­spennandi drasl“ segir Egill Helga­son

Ei­ríkur Rögn­valds­son á­kvað „í hégóma­leik“ sínum að kanna hvaða niður­stöðu gervi­greindin myndi gefa upp ef hann spyrði hana hver hann sjálfur væri. Hann segir niður­stöðuna hafa komið sér á ó­vart. Sjá frétt um málið hér.

Egill Helga­son virðist lítið hrifin af gervi­greindinni og ritar undir „Ó­trú­lega ó­spennandi drasl. Í al­vöru. Hvers vegna viljum við láta þetta verk­færi sem alltaf verður fullt af villum og hlaðið fúski taka frá okkur verk­efni og störf sem við getum svo hægast unnið og er okkur tamt. Auð­valdið mun svo geta notað þessi verk­færi til að skera niður störf á sama tíma og þjónusta versnar.“