Flestar verslanir landsins hafa oftast lokað á jóladag. Í ár er engin breyting þar á en þó eru örfáar verslanir sem halda dyrum sínum opnum, allavega framan af degi. Hringbraut þær verslanir sem hægt er að versla við í dag saman fyrir lesendur sína:
Krambúðin er opin í dag til klukkan 18 í verslunum sínum við Skólavörðustíg, Lönguhlíð, Laugalæk, Hjarðarhaga, Hringbraut, Grímsbæ, Borgarbraut, Tjarnarbraut og á Selfossi.
Pétursbúðin, sem er á horninu á Ránargötu og Ægisgötu, verður einnig opin. Þó aðeins styttra en Krambúðin en menn geta verslað í henni til klukkan 17.
Verslunin Rangá hefur einnig opið í dag til klukkan 17 en hún er í Skipasundi.
Hægt er svo að sækja sér lyf og aðrar nauðsynjar í allan dag því verslanir Lyfju á Smáratorgi og í Lágmúla eru opnar til miðnættis í dag. Einnig verður verslun Apótekarans í Austurvegi opin til miðnættis.
Læknavaktin er þá opin til klukkan 23:30 í kvöld líkt og flesta helgidaga og almenna frídaga.