Telja ökumanninn sem lést hafa sofnað við aksturinn

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líklegt að ökumaður fólksbifreiðar sem ekið var í veg fyrir vörubifreið á Kjalarnesi í janúar á síðasta ári hafi annað hvort sofnað eða misst athygli við aksturinn.

Morgunblaðið greindi frá niðurstöðum rannsóknarinnar í dag en þar segir að bílstjóri fólksbifreiðarinnar hafi verið einn í bifreiðinni og að hann hafi látist af sárum sínum í kjölfar slyssins. Var hann undir áhrifum lyfja sem hafi sennilega haft slævandi áhrif á hann en í fylgiseðli þeirra segir að ekki skuli aka bifreið eftir inntöku lyfjanna.

Þá segir nefndin brýnt að aðgreina akstursáttir á Vesturlandsveginum.