Stjórnmála- og fréttaskýringaþátturinn Þjóðbraut verður á dagskrá Hringbrautar í þriðja sinn í kvöld kl. 21.00 og að vanda fær umsjármaðurinn Páll Magnússon til sín góða gesti. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar verður aðalgestur þáttarins, en fram undan er landsfundur flokksins og verður athyglisvert að heyra hvernig formaðurinn metur stöðu flokksins, en mælingar hafa sýnt að kjörfylgi hans er vel innan við 20 prósent. Páll mun einnig ræða pólitíska stöðu Árna Páls en hann þarf að sækja endurnýjað umboð á landsfundinum nú í mars. Vínsala í almennum verslunum verður einnig til umfjöllunar í þættinum en þar munu þingmaðurinn Vilhjálmur Árnason, flutningsmaður tillögu um afnám einkasölu ÁTVR á vínsölu, og Lára G. Sigurðardóttir lýðheilsufræðingur takast á um málið, en þau hafa gerólíkar skoðanir á því.
Tekist á um vínsölu í búðum

Fleiri fréttir
Nýjast