Tara Margrét segir Jakobi Bjarnar til syndanna fyrir að drega í efa fordóma gegn Binna Glee

Jakob Bjarnar blaðamaður kallar fitufordóma sem áhrifavaldurinn Binni Glee hefur orðið fyrir „skort á meðvirkni“ í Twitter-færslu í dag. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, finnst það aldeilis ekki sniðugt innlegg.

„Hvaða merkingu hefur orðið "fordómar" í þessu samhengi? Þýðir orðið fordómar etv þetta í dag: Skortur á meðvirkni? Ekki var það upplegg Páls Skúlasonar í heimspekilegum forspjallsvísindum fyrir margt löngu,“ segir Jakob í færslunni.

„Æji Jakob. Þú veist alveg að fordómar, háðsglósur og smánandi tal um holdafar er mjög ólíklegt til að leiða til þyngdartaps og betra heilsufars er það ekki? Það er reyndar alveg öfugt. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að slíkt leiðir frekar til þunglyndis, slæmrar líkamsmyndar, raskaðrar áthegðunar, kyrrsetu, þyngdaraukningar og verra heilsufars.

Það hefur verið hávær umræða um þetta svo það hefur varla getað farið framhjá þér. Ég hélt að blaðafólk væri meira með á nótunum but I guess not…“ svarar Tara á móti.

Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, sagði frá fitufordómum sem hann hefur orðið í barðinu fyrir í Twitter-þræði í gær. „ég er svo fkn þreyttur af fitufordómum sem ég fæ í lífinu frá báðum fjölskyldum mínum og öðrum,“ segir hann meðal annars.