Loftaðu út, það er lykilatriði, því gömul staðin lykt, ekki síst í íbúðum eldra fólks, er afskaplega fráhrindandi fyrir áhugasaman kaupenda að fasteigninni sem þú ert að reyna að selja.
Þetta segir Guðbergur Guðbergsson, fasteignasali sem er gestur Heimilisins á Hringbraut í kvöld, en þar fer hann yfir helstu trixin í bókinni þegar kemur að því að sýna ibúðina svo hún seljist sem fyrst og best.
Guðbergur nefnir fleira; dökkir og skrýtnir litir á veggjum geta blindað mönnum sýn, svo og yfirhlaðnar vistarverur af húsgögnum, en eins megi ekki gleyma smáatriðunum sem íbúar eru orðnir samdauna; opin rafdós á vegg, skortur á parketlistum og skakki þrskuldurinn sem átti að laga fyrir tíu árum en hefur enn ekki verið lagfærður.
Heimilið byrjar klukkan 20:00 í kvöld.