Leitin að svarta víkingnum

Geirmundar saga heljarskinns er sögð ný Íslendingasaga. Höfundurinn Dr Bergsveinn Birgisson segir verkið eiga erindi við samtímann. Bergsveinn segir söguna um Geirmund vera landnámssöguna sem Íslendingar vildu ekki muna. Fyrr en nú.

Bergsveinn rannsakaði landnámsmanninn Geirmund í þaula áður en hann hóf að skrifa söguna. Sagan er skrifuð með stíl og tungutak fyrri alda.

Bergsveinn sagði í viðtali: \"Mér þætti vænt um að vera ekki settur á bás sem einhver fornfræðaþurs sem er að leika sér með gamla texta á meðan heimurinn brennur.\" 

Birgir Bergsveinsson fæddist á Íslandi árið 1971. Hann er sérfræðingur í norrænum miðaldabókmenntum og er skáld og rithöfundur.

Bókin Svarti víkingurinn kom út á norsku árið 2013 og seldist bókin brátt í yfir tuttugu og fimm þúsund eintökum. 

Bókin kom út á íslensku árið 2016 og heitir hún Leitin að svarta víkingunum. Í kynningu á íslensku þýðingunni segir að einn af leyndardómum íslenskra fornsagna eru örstutt brot um svartleitan mann sem þar bregður fyrir - Geirmund heljarskinn.

Hér tekur Bergsveinn Birgisson lesandann með sér í heillandi ferðalag segir en fremur í kynningunni. Heillandi ferðalag um forna tíma og fjarlæg lönd. En einnig um slóðir Geirmundar hér á landi við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. 

Bergsveinn Birgisson var nýverið sleginn til riddara af hans hátign Haraldi fimmta konungi Noregs. Bergsveinn er heiðraður fyrir störf sín í þágu Norðmanna og fólksins. Hringbraut er ekki kunnugt um hvort Ísland hefur heiðrað Bergsvein. 

Bergsveinn er búsettur í Bergen í Noregi. Bergsveinn hlaut þessa verðskulduðu viðurkenningu þegar Forseti Íslands var í opinberri heimsókn í Noregi á dögunum. 

Nánar www.pelikanen.no