Stefán Karl Stefánsson, leikari er látinn 43 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við gallgangakrabbamein.
Stefán lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eiginkona Stefáns skrifar á síðu sína:
„Yndið mitt, Stefán Karl Stefánsson, er látinn eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Stefán var fæddur 10. júlí 1975 og varð því 43 ára gamall. Að ósk hins látna verður engin jarðarför og jarðneskum leifum dreift í kyrrþey á úthafi fjær. Fjölskyldan þakkar auðsýndan stuðning og hlýhug á undangengnum árum og sendir hinum fjölmörgu vinum og aðdáendum Stefáns Karls sínar innilegustu samúðarkveðjur“.