Stefán einar duglegasti blaðamaður landsins: „hann er alltaf að vinna“

Heiðar Sumar­liða­son og Snæ­björn Brynjars­son völdu Stefán Einar Stefáns­son, rit­stjóra Við­skipta­moggans, dug­legasta blaða­mann landsins í út­varps­þætti sínum Eldur og brenni­steinn á útvarpsstöðinni X977 í dag. Til­nefndu þeir hann jafnframt sem rétt­lætis­riddara ársins.

Var sakaður um verkfallsbrot

Heiðar og Snæ­björn rifjuðu upp deilur Stefáns Einars og Stefáns Óla Jóns­sonar, blaða­manns á Vísi, sem gagn­rýndi í Twitter-færslu að nafni sinn hjá Morgun­blaðinu stæði í verk­falls­brotum. Í stefnu Blaða­manna­fé­lags Ís­lands gegn Ár­vakri, út­gáfu­fé­lags Morgun­blaðsins og Mbl.is var Stefán sagður hafa ritað fréttir inn á vef Mbl.is í vinnu­stöðvun blaða­manna.

Stefán Óli sagði í Twitter-færslu að Stefán Einar væri með tvö­föld mánaðar­laun al­menns blaða­manns og gagn­rýndi að fyrr­verandi for­maður VR virtist fara fremstur í flokki verk­falls­brjóta.

„Hann er náttúru­lega alltaf að vinna, þó hann ætli ekki að vinna,“ sögðu fé­lagarnir í Eld og brenni­stein og sögðu að Stefán væri duglegasti blaðamaður landsins og ætti því launin skilin. „Vinnuálagið er náttúrulega meira því að hann er að vinna á meðan hinir eru að „chilla.““

Ekki illa meint

Þeir vildu ekki meina að illur vilji liggi á bak við meint verk­falls­brot Stefáns Einars, þvert á móti hafi verið að vinna eftir sann­færingu sinni og að hann eigi það skilið að verða til­nefndur sem rétt­lætis­riddari ársins.

„Stefán Einar er líka rétt­lætis­riddari. Hann er að berjast fyrir því sem að honum finnst vera rétt­læti,“ segja þeir. „Hann er ekki að koma fram fyrir ein­hver „sini­ster“ öfl. Honum bara finnst þetta.“