Margrét Hrafnsdóttir, fyrrverandi útvarpskona sem hefur búið um árabil með manni sínum, Jóni Óttari Ragnarsyni og einkasyni þeirra í Bandaríkjunum, lýsir því í forsíðuviðtali nýjasta heftis MAN hvernig er að upplifa að sjá son sinn breytast í konu.
Forsíðufyrirsögnin \"Fjölskyldan verður aldrei aftur söm“ vísar í það að Ragnar, einkasonur hennar og Jóns Óttars Ragnarssonar, kom nýverið út úr skápnum sem transgender konan Ragna Rök. Margrét segir einlæglega frá því hvernig nýliðið sumar hafi verið það erfiðasta sem hún hafi upplifað. „Ég held að fjölskylda sem gengur í gegnum þessar raunir verði aldrei aftur söm. Það er blanda af sorg og alveg ofboðslegu þakklæti að komast í gegnum þennan pakka.“
Margrét ræðir einnig sambandið við Jón Óttar Ragnarsson sem hófst þegar hún var 19 ára gömul og hann 44 ára og hún varð fjórða eiginkonan hans. Umræðu þeirra um opið samband sem hún telur holla auk reglulegra nýbreytni í kynlífinu. En einnig hvernig hún féll fimm sinnum á síðasta ári eftir að hafa verið edrú í 20 ár.
Framundan eru tökur á stórmyndinni Terra Infirma í Kanada en myndin skartar stórleikurum á við Danny Glover, Gary Oldman og Bruce Greenwood.