Sólveig Anna: „Ég heiti ekki Solla, ég heiti Emil“

Sól­veig Anna Jóns­dóttir er ein­hver um­talaðasta, ef ekki um­deildasta, kona landsins en á nær­myndinni sem nánasta fjöl­skylda hennar og vinir bregða upp af henni er hún sér­lega skemmti­leg, hrif­næm og rétt­sýn. Hún var mikill bóka­ormur í æsku og tengdi svo sterkt við prakkarann í Katt­holti að hún vildi á tíma­bili bara láta kalla sig Emil.

Nærmynd af Sólveigu Önnu má finna í helgarblaði Fréttablaðsins og á vefnum.

Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður og eldri bróðir Sólveigar Önnu segir hana hafa verið afar hrifnæmt og glaðlynt barn. Hann sjái hana þannig enn þann dag í dag.

Að sögn Eyþórs var alltaf bjart yfir Sólveigu Önnu sem barn, hún hafi alltaf verið glöð og brosandi.

„Það var alltaf bjart yfir henni og þannig hefur hún alltaf verið í mínum huga og er enn, þessi mynd sem hefur verið dregin upp af henni sem einhverri harðneskjumanneskju er í svo miklu ósamræmi við það sem allir sem þekkja hana vita, hún er hlý og góð og vill allt fyrir alla gera, þannig er hennar karakter,“ segir Eyþór en hann rifjar upp tímabilið þegar Sólveig Anna fékk dellu fyrir Emil í Kattholti.

„Á tímabili fékk hún algjöra dellu fyrir Emil í Kattholti og hún breyttist bara í Emil. Hún gekk um með húfu eins og hann og ef maður sagði við hana Solla, þá sagði hún: Ég heiti ekki Solla, ég heiti Emil,“ segir Eyþór um systur sína.

Nánar má lesa um Sólveigu Önnu á vef Fréttablaðsins.