Sindri strokufangi opnar sig um ránið: „ég var til­búinn til að fara í fangelsi fyrir þetta, þetta var ein­stakt tæki­færi“

Sindri Þór Stefánsson sem dæmdur var fyrir að vera höfuðpaur Bitcon málsins og hlaut í fyrra fjögurra og hálfsárs fangelsis vist fyrir þátt sinn í málinu hefur loks opnað sig í viðtali.

Viðtalið sjálft er við bandaríska tímaritið Vanityfair en Fréttablaðið greindi frá.

Hóf afbrotaferilinn snemma

Frá desember 2017 til janúar 2018 var hundruðum tölva stolið úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í þremur innbrotum. Hafa tölvurnar aldrei komið í leitirnar og sátu sex sakborningar á sakamannabekk. Margir Íslendingar muna eftir því þegar Sindri flúði úr gæsluvarðhaldi og flaug frá Íslandi.

Sindri lýsir æsku sinni í viðtalinu en hann hóf afbrotaferil sinn snemma. Hann bjó á Akureyri þar sem hann kynntist Hafþóri Loga Hlynssyni sem einnig var viðriðin Bitcon málið.

Sakaskrá Sindra óx hratt en aðallega var um smáglæpi að ræða. Hann afplánaði tíu mánaða fangelsisvist og sneri lífi sínu við en segist þá hafa fengið þetta einstaka tækifæri upp í hendurnar.

„Mér var að mis­takast við að sjá um fjöl­skylduna mína,“ sagði Sindri.  „Ég var til­búinn til að fara í fangelsi fyrir þetta, þetta var ein­stakt tæki­færi.“

Sindri sagðist ekki geta tjáð sig um þann ónefnda aðila sem sakborningarnir hafa áður nefnt og kalla Herra X. Sagði hann það hafa afleiðingar fyrir sig.

Þá sagði Sindri að Herra X hefði sett hópinn saman á Facebook síðu sem kallaðist Föruneytið. Honum hefði verið boðið 15% af hagnaðinum og að sakborningarnir hafi allir fengið gælunöfn.

„Kannski veit ég hvar þær eru, kannski veit ég það ekki,“ sagði Sindri í viðtalinu aðspurður um tölvurnar sem enn eru ófundnar.

Kallar hann ránið meistaraverk sem hann vildi að hann hefði skipulagt.