Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að íslensk yfirvöld hafi verið staðin að ólögmætum aðgerðum gagnvart blaðamönnum, og það ekki í fyrsta skipti. Þetta sagði hann á Twitter í dag, í kjölfar þess að héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði að lögreglu hefði ekki verið heimilt að að veita blaðamanninum Aðalsteini Kjartanssyni, réttarstöðu sakbornings.
Jóhann setur sérstaklega út á að lögreglan hafi verið hvött áfram í málinu af fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, og aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, Brynjari Níelssyni. Jóhann segir þá Bjarna og Brynjar nefnilega vera flokksbræður Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.
„Enn eru íslensk yfirvöld staðin að ólögmætum aðgerðum gagnvart blaðamönnum sem afhjúpa spillingu. Í þetta skipti var lögregla hvött áfram til þessarar valdbeitingar af fjármálaráðherra og aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, flokksfélögum lögreglustjórans sem fór fyrir rannsókninni.“ skrifar Jóhann.
Þá segir hann aðgerðir yfirvalda ógeðfelldar og heimtar pólitískar afleiðingar.
„Afar ógeðfellt og verður að hafa pólitískar afleiðingar.“
Afar ógeðfellt og verður að hafa pólitískar afleiðingar.
— Jóhann Páll 🔴 (@JPJohannsson) February 28, 2022