Segir samgönguáætlun um margt óraunhæfa

Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar kom fram í vikunni. Áætlunin er til fimmtán ára og er skipt niður í þrjú tímabil. Hundrað og sextíu milljörðum verður varið til nýframkvæmda og viðhalds vega og samgöngumannvirkja á næstu fimm árum. 

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar, segir margt jákvætt í áætluninni. Það sé þó alveg ljóst að fjárveitingar sem séu settar í nýframkvæmdir og viðhald á vegakerfinu séu einfaldlega of lágar. „Hvað einstök verkefni varðar þá vekur auðvitað furðu að vegurinn um Dynjandisheiði sem tengir hin nýju Dýrafjarðargöng skuli að meginhluta til vera á áætlun á öðru tímabili en það spanar árin 2024 og þar á eftir þegar áætlað er að göngin sjálf verði tilbúin 2020. Nú Reykjanesbrautin situr líka á hakanum lengur en maður hefði talið mögulegt að réttlæta.“

Nánar á


http://www.ruv.is/frett/segir-samgonguaaetlun-ad-morgu-leyti-oraunhaefa