Lára Hanna Einarsdóttir, baráttukona og samfélagsrýnir, staðhæfir að mútur séu stundaðar hér á landi. Þá segir hún að landsmenn séu svo vanir spillingunni að margir sjái hana ekki. Kenna verði Íslendingum að bera kennsl á spillingu. M.a. þegar greiði sé gerður fyrir greiða í opinberri stjórnsýslu – þar sem almannafé sé eytt í siðlausum tilgangi.
Lára Hanna var gestur Kvikunnar á Hringbraut á mánudagskvöld, en þáttinn má sjá hér á vef stöðvarinnar. Spilling var nokkuð til umræðu í þættinum. Mörg mál hafa komið upp síðustu vikur þar sem spurningar hafa vaknað um vörslu opinbers fjár. Eitt álitaefnið lýtur að auglýsingum ríkisstjórnarinnar sem birtust í völdum miðlum en þar var fjallað um verk stjórnarinnar. Önnur spurning lýtur að styrkjum til kvikmyndargerðar og hugsanlegum tengslum. Ekki voru rædd nein einstök mál í þættinum í gærkvöld en Lára Hanna segir að þjóðin sé svo vön spillingu hér á landi allt frá þeim tíma þegar þurfti að vera meðlimur í ákveðnum stjórnmálaflokkum til að fá sjálfsögð gæði, að allt of margir séu of samdauna spillingunni enn til að sjá hana.
Lára Hanna hefur haldið uppi gagnrýni á stjórnmál, viðskiptalíf og önnur ráðandi öfl allt frá árinu 2007. Hún er einn þekktasti samfélagsrýnir og skoðanaleiðtogi landsins. Sumum hefur sviðið undan skrifum hennar. Vigdís Hauksdóttir þingmaður kallaði Láru Hönnu viðrini á opinberum vettvangi ekki alls fyrir löngu. Í Kvikunni á Hringbraut í gærkvöld var Lára Hanna spurð út í þessi ummæli. Hún sagðist ekki hafa kippt sér upp við níðyrðið í ljósi þess hvaða þingkona lét þau falla. Gaf Lára Hanna til kynna að Vigdís og Hannes Hólmsteinn Gissurarson væru í þeim hópi fólks sem ekki þyrfti að svara sérstaklega.
Lára Hanna gefur stefnu ríkisstjórnarinnar ekki góða einkunn og nefnir sem dæmi um kolvitlausa forgangsröðun það sem kemur fram í þessari klippu úr þættinum:
Allt viðtalið við Láru Hönnu má sjá hér á vefnum hringbraut.is
Ísland er spilltasta landið á Norðurlöndunum skv. nýrri rannsókn.
Kvikan er frumsýnd öll mánudagskvöld á Hringbraut klukkan 21:30 og endursýnd um helgina.