Starfsmannaandinn hjá Prentmeti er eins og hjá stórri fjölskyldu og að sögn Guðmundar Ragnars Guðmundssonar framkvæmdastjóra er ekki vaninn að rýna í kennitölur þeirra sem sækja um störf hjá fyrirtækinu, heldur er frekar litið á starfsreynslu.
Þetta er þýðingarmikið innlegg í umræðu sem fór fram fyrir skömmu í þættinum „Fólk hjá Sirrý“ sem sýndur var á Hringbraut og fjallaði meðal annars um það hvernig það er að sækja um starf eftir fimmtugt. Þar kom fram að atvinnuumsóknir fólks um og eftir miðjan aldur eru vart litnar viðlits hjá ráðningarskrifstofum eða fyrirtækjum sem eru að auglýsa eftir störfum. Guðmundur Ragnar, sem rekur fyrirtæki sitt ásamt eiginkonunni Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir er ósammála þessari stefnu og segir mikilvægast að horfa í það hvað fólk geti og hvernig það sinni vinnu sinni, fremur en hvað það er gamalt.
Þátturinn Atvinnulífið fjallar um fyrirtæki í landinu, sögu þeirra og sérstöðu og hefur verið á dagskrá Hringbrautar frá upphafi, en umsjónarmaður hans er Sigurður K. Kolbeinsson. Hann var frumsýndur í gærkvöld klukkan 21.00 og er hægt að nálgast í heild sinni undir sjónvarpsflipanum á hringbraut.is.
Hægt er að horfa á klippur úr þætti kvöldsins hér: