Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar á RÚV í gærkvöld, en miðillinn hefur nú yfirfært prósentur á þingmannafjölda færi svo að niðurstöður kosninga væri í samræmi við núverandi fylgissveiflur.
Sjálfstæðisflokkurinn er með næst mest fylgi allra flokka. Hann fengi 15 þingmenn ef kosið yrði í dag - hann myndi því tapa 4 þingmönnum frá því sem nú er.
Framsóknarflokkurinn myndi líka tapa þingmönnum eftir stórsigur í síðustu kosningum. Þá fékk flokkurinn 19 þingmenn en fengi 8 þingmenn ef kosið yrði í dag.
Vinstri hreyfingin grænt framboð myndi bæta við sig á þingi. Þingmenn flokksins eru 7 í dag en yrðu 8.
Samfylkingin, sem hefur 9 þingmenn, myndi tapa 3 og fá 6 menn kjörna á þing.
Björt framtíð, sem nú hefur 6 menn á þingi, myndi tapa þeim öllum þar sem flokkurinn næði ekki 5% lágmarksfylgi sem gefur flokknum rétt á uppbótarþingmönnum. Þingflokkur Bjartar framtíðar myndi því þurrkast út.
Samkvæmt þessari niðurstöðu væri hvorki hægt að mynda tveggja né þriggja flokka þingmeirihluta án þátttöku Pírata.