Þó sérfræðingar telji vaxandi líkur á að styrjöld brjótist út á Kóreskaganum þá útiloka þeir ekki aðrar lausnir. Sú ósk að Alþýðulýðveldið Kína axli hér ábyrgð er líkast til ekki raunhæf.
Grundvallarforsenda hinna miklu vandræða Kína í þess máli er sú að hver svo sem afskipti Kína verða af innanríkis- eða utanríkismálum málum í Norður-Kóreu verða munu þau verða orsök mikilla vandræða fyrir Kína í framtíðinni.
Kínverskir kommúnistar eru ekki hættir að grípa til örþrifaráða andspænis miklum vanda. En bara þegar um er að ræða innanríkismál Kína.
Þegar horft er langt fram í tímann eru horfurnar á Kóreskaga ekki bjartar.
Augljós lausn á þessu vandamáli sem Norður Kórea orsakar eru ráðstafanir sem auðveldara er að predika en framkvæma.
Því munu kínverskir kommúnistar láta nægja að láta að því liggja í ræðu og riti að ástandið á Kóreskaganum eigi einkum rætur að rekja til óþurftarverka Bandaríkjanna og svívirðilegrar framkomu Suður-Kóreu.
Og þeir telja sig hafa nokkuð til síns máls.
Ummyndurn Norður-Kóreu kallar á að allir séu fúsir til að breyta landinu úr frumstæðu akurykjuþjóðfélagi í iðnvætt ríki með háþróðaðan landbúnað að bakhjarli. Til þess er ekki vilji.
Og Alþýðulýðveldið Kína er dvergur í athöfnum en risi í orðum. Það er ekki ámælisvert enda vita kínverskir kommúnstar hve vanmáttugt Kína er.
Norður-Kórea verður enn um sinn öryrki meðal þjóða heims.