Orð i tíma töluð

Forseti Íslands Guðni Th Jóhannesson færði finnsku þjóðnni heillaóskir allra Íslendinga á þessu aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Finnlands.

Forsetinn er viðstaddur hátíðarhöld vegna afmælisins í Helsinki höfuðborg Finnlands.

Forsetinn rifjaði upp í ávarpi sínu skerf sjálfstæðra Finna til norræns samstarfs og nefndi þá þjóðarleiðtoga Finnlands sem fóru á þessum hundrað árum fyrir fólki sínu í blíðu og stríðu.

Guðni Th Jóhannesson notaði tækifærið til að minna á einkunnarorð þessa finnska afmælisárs en þau eru \"yhdessaä\" eða \"saman\" á íslensku. Guðni sagði að saman mynda Norðurlöndinn sterka heild og væru ein stór fjölskylda. Guðni bætti þó við að öll eigum við okkar sérkenni.

Hann sagði: \"Í norrænu samstarfi vill það stundum verða svo að að við Íslendingar og Finnar eigum samleið - sitjum hlið við hlið. Okkur finnst hinir skandinavísku félagar okkar þá vilja ræða viðfangsefnin fulllengi á meðan við teljum óþarft að verja mörgum orðum í það sem hægt er að segja í stuttu máli.\" 

rtá

Nánar www. forseti.is