Oddur Ey­steinn sak­að­ur um mynd­stuld: „Ég lít gríð­ar­leg­a nið­ur á svon­a hegð­un“

Lista­maðurinn Odee, eða Oddur Ey­steinn Frið­riks­son, hefur verið sakaður um mynd­stuld á verkum er­lendra lista­manna í tengslum við um­búðir sem hann hannaði fyrir Opal sæl­gætið.

Lista­maðurinn Sig­mundur Breið­fjörð Þor­geirs­son birti pistil á Face­book í gær þar sem hann gagn­rýnir verk Odds Ey­steins. Sig­mundur segir mál­efnið vera flott en á­góði af sölu Opalsins með um­búðum Odee rennur til sam­takanna Ein­stök börn en það af­saki þó síður en svo mynd­stuld.

„En að safna að sér vinnu og per­sónu­legum verkum lítið þekktra lista­manna. Að segja ekki neinum frá upp­runanum. Að vilja græða á vinnu annarra til þess að upp­hefja sjálfan sig. Koma sér í blöðin. Prenta svo og selja. Við­skipti. Markaðs­setning. Snilld. Æði. Grilla á kvöldin. Þetta er slæmt,“ skrifar Sig­mundur en segir að lög­fræðingar verði þó að skera úr um hvort at­hæfið sé ó­lög­legt.

Odee er þekktur fyrir klippi­myndir (e. colla­ge) og er verkið á nýja Opalnum af sama meiði. Sig­mundur segist bera virðingu fyrir klippi­myndum sem miðli og popp­list lista­manna á borð við Andy War­hol og Roy Lichten­stein. Þá segir hann vel hægt að gera frum­leg verk með að­ferð klippi­mynda án þess að mis­nota verk annarra lista­manna.

„Það er alveg hægt að skapa spennandi verk notandi að­ferða­fræði klippi­mynda eða "sam­runa­list". Gaman væri að sjá frá Odd koma með beittari klippi­myndir á "vin­sællari efni" úr "vin­sælli menningu" í staðinn fyrir að nýta sér strit, púl og puð ungra lista­manna af netinu.“

Sig­mundur segist líta gríðar­lega niður á svona hegðun og vonar að fleiri geri það líka. Þá merkir hann Nóa Síríus í færslunni og kallar eftir við­brögðum Sæl­gætis­fram­leiðandans. Færslan hefur vakið mikil við­brögð og hafa fjöl­margir lista­menn lýst yfir stuðningi sínum og sagst vera sam­mála Sig­mundi.

Einn lista­mannanna sem Odee er sagður hafa stolið frá, kanadískur lista­maður sem kallar sig A­t­omic DNA, greindi frá málinu á Insta­gram-síðu sinni.

„Ein­hver al­gjör asni @odeeart hefur stolið minni list og sett hana á um­búðir sem hann er að selja á Ís­landi. Ef þið kannast við list ein­hverra annarra á um­búðunum endi­lega látið þá vita,“ skrifar A­t­omic DNA.

Þá er haft eftir einum ó­nefndum lista­manni að hann hyggist kæra málið og láta setja lög­bann á verk Odee.

Að sögn DV er þetta ekki í fyrsta skipti sem sam­bæri­leg mál koma upp hjá Odee. Árið 2014 var greint frá því að honum hefði verið fleygt út af síðunni Devianart fyrir að nýta list­sköpun annarra en í kjöl­farið rigndi yfir Odee nei­kvæðum skila­boðum og var hann út­hrópaður sem þjófur. Árið 2016 hótuðu svo teiknarar hjá Mar­vel og Dis­n­ey honum öllu illu fyrir sam­bæri­legar sakir en þá hafði Odee nýtt verk þeirra í eigið verk sem var sett upp á flug­vellinum í Eski­firði á sínum tíma.

Oddur Ey­steinn kveðst ekki þurfa að svara fyrir málið enda hafi hann marg­sinnis endur­tekið sömu tugguna í gegnum árin. „Ég vinn verk í klippi­mynda­stíl sem er viður­kennt list­form,“ segir hann og bendir á að ef höfunda­varið vöru­merki sé sett í annað sam­hengi sé um nýtt sjálf­stætt lista­verk að ræða. Um slíkt séu fjöl­mörg dæmi, meðal annars verk Andy War­hol og Marcel Duchamp.