Drykkjarvöruframleiðendur á Íslandi eru byrjaði að laga sig að breyttum neysluvenjum almennings eins og vel kemur fram í samtali þeirra Sigmundar Ernis og Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra Coca Cola á Íslandi í þættinum Heimilið á Hringbraut í kvöld.
Þar segir hann frá umfangsmiklum breytingum á framleiðslustefnu fyrirtækisins til að koma til móts við umhverfisvakningu almennings - og atvinnulífsins, en innan fyrirtækjaflóru landsmanna eru menn búnir að átta sig á því að sjálfbærni og umhverfisvitund er arðbær í meira lagi.
Stefán segir að fyrirtæki sitt ætli ekki einasta að minnka sykur magn í drykkjum sínum og bjóða upp á minni umbúðir heldur munu allar aðgerðir fyrirtækisins miða að því að minnka sóun í samfélaginu.
Heimilið byrjar klukkan 20:00 í kvöld.