Mesta verðbólgan í rúm 3 ár

12 mánaða verðbólga hef­ur ekki mælst jafn mik­il á Íslandi síðan í maí 2014 eða í 44 mánuði, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands í morgun.

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í janú­ar lækkaði um 0,09% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 2,4% og nálg­ast því verðbólgu­mark­mið Seðlabanka Íslands sem eru 2,5%.

Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis lækk­ar um 0,57% frá des­em­ber 2017 og hef­ur vísi­tal­an án hús­næðis lækkað um 0,9% síðastliðna tólf mánuði sem þýðir að verðhjöðnun rík­ir á Íslandi ef hús­næðisliður­inn er tek­inn út.

Vetr­ar­út­söl­ur eru víða í gangi og lækkaði verð á föt­um og skóm um 10% (áhrif á vísi­töl­una -0,35%). Kostnaður vegna bú­setu í eig­in hús­næði (reiknuð húsa­leiga) hækk­ar um 0,9% (0,19%). Flug­far­gjöld til út­landa lækka um 9,0% (-0,10%), seg­ir í frétt Hag­stofunnar í dag.