Meiri ríkistekjur af frjálsri vínsölu

Líkur eru á því að afnám einkasölu ríkisins á áfengi myndi ekki leiða af sér tap heldur hagnað fyrir ríkissjóð. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu sem greiningarfyrirtækið CleverData hefur tekið saman fyrir forráðamenn vínvefjarins vinbudin.com.


Tilgangur skýrslunnar var að gefa skýra mynd af rekstri og rekstrarmöguleikum ríkisins á sviði áfengissölu og hvort horfa eigin til nýrra leiða í þessari tekjuöflun ríkissjóðs sem einkasala á víni er. Í skýrslunni kemur fram að starfsemi ÁTVR skili ekkin eiginlegum hagnaði á föstu verðlagi á síðasta ári enda komi á daginn að ríkið niðurgreiði í raun sölu áfengis. Rafn Steingrímsson hjá vinbudin.com segir í Morgunblaðinu í dag í tilefni af skýrslunni að það sé varla hlutverk ríkisins að greiða niður vínverð og horfa verði til nýrra leiða í þessum efnum ef það eigi á annað borð að vera tilgangur ríkisins með einkasölu áfengis að skila ríkissjóði raunverulegum tekjum.


Ástæður fyrir því að ÁTVR skilar ekki hagnaði eru hugsanlega þær að mati skýrsluhöfunda að vínbúðum úti á landi hefur fjölgað verulega frá 1999, en um er að ræða 300% fjölgun á fimmtán ára tímabili þar á undan.