Bogi Þór Siguroddsson, eigandi og stjórnarformaður Johan Rönning, er gestur Jóns G. í kvöld og ræða þeir meðal annars ótrúlega góða útkomu fyrirtækisins í VR-könnuninni. Fyrirtækið hefur toppað í þessari könnun ár eftir ár en hún mælir ánægju starfsmanna hjá fyrirtækjum. Alls eru 9 breytur í ánægjuformúlunni. Þeir Jón G. koma víða við í þættinum og ræða auðvitað hver sé kúnstin að hafa svo ánægða starfsmenn. Innan fyrirtækjasamsteypu Boga Þórs eru allnokkur fyrirtæki, meðal annars Johan Rönning, Áltak og S. Guðjónsson, og heildarvelta samstæðunnar í kringum 13 milljarðar króna.
Með ánægðustu starfsmennina

Fleiri fréttir
Nýjast