Maggi kjartans mundar grillspaðann

Magnús Jón Kjartansson tónlistarmaður, eða Maggi Kjartans eins og hann er vanalega kallaður verður gestur í þættinum Grillspaðinn sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 21.45 í kvöld.

Magga er margt til lista lagt enda á hann glæstan feril að baki sem einn af fremstu tónlistarmönnum þessa lands. Fyrir skömmu flutti Maggi í sveitina og sagði skilið við daglegt amstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann er jafnframt mikill hestamaður og í þætti kvöldsins kemur hann ríðandi í þáttinn sem tekinn var upp við Ölfusárbakka eins og fyrri þættir Grillspaðans. 

Í þættinum úrbeinar Maggi lambalæri sem hann síðan grillar ásamt góðu meðlæti, rjómablönduðu ávaxtasalati og sætum kartöflum.  Auk þess lagar hann gómsætan eftirrétt á grillinu eða ferskur smurðar með sérstakri sósu sem búin er til úr balsamic ediki og molasses sem er eins konar hrásykursýróp. 

Grillspaðinn er stuttur en skemmtilegur þáttur með þekktum Íslendingum sem sýna munu listir sínar við útigrillið. Þáttastjórnandi er Sigurður K. Kolbeinsson.