Láns­bíll Bjarna vekur at­hygli: Far­þega­sætið fer allt undir þessar glæsi­legu krumlur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra rifjar upp á Twitter-reikning sínum hvernig Hvergerðingar komu honum til bjargar þegar hann lenti í bílabrasi fyrr í haust. Þar birtir ráðherrann hávaxni mynd af sjálfum sér í fíngerðum Aston Mini klassíker.

„Þegar ráðherrabíllinn klikkar útvega sjálfstæðismenn í Hveragerði faraskjótann! Frá góðri heimsókn í bæinn fyrr í haust,“ segir Bjarni í færslu sinni.

Þótt kagginn sé ekki ýkja stór tekur ráðherrann sig merkilega vel út í honum, verandi hár til lofts. Myndin hefur vakið athygli á Twitter og hafa notendur þar sitt að segja um lánsbílinn og hvernig hann fari ráðherranum. Guðmundur Jör stóðst ekki mátið að skjóta létt á Bjarna.