Læknavaktin mun flytja í Austurver á Háaleitisbraut í vor. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en ef allt gengur upp gæti það orðið í lok maí eða júní næstkomandi. Þetta kemur fram í svari Læknavaktarinnar við fyrirspurn Kjarnans og birt er á vefsíðu hans.
Á vefsíðu Læknavaktarinnar kemur fram að árið 1998 hafi Læknavaktin fengið afhent nýtt húsnæði að Smáratorgi 1 í Kópavogi. Það hafi verið bylting í vaktþjónustu heimilislækna enda húsnæðið hannað að þörfum slíkrar þjónustu.
Í Austurveri á að vera rýmra á biðstofum og fleiri læknar.