Læknavaktin flytur í austurver

Lækna­vaktin mun flytja í Aust­ur­ver á Háa­leit­is­braut í vor. Nákvæm dag­setn­ing liggur ekki fyrir en ef allt gengur upp gæti það orðið í lok maí eða júní næst­kom­andi. Þetta kemur fram í svari Lækna­vakt­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans og birt er á vefsíðu hans.

Á vefsíðu Læknavaktarinnar kemur fram að árið 1998 hafi Lækna­vaktin fengið afhent nýtt hús­næði að Smára­torgi 1 í Kópa­vogi. Það hafi verið bylt­ing í vakt­þjón­ustu heim­il­is­lækna enda hús­næðið hannað að þörfum slíkrar þjón­ustu.

Í Austurveri á að vera rýmra á biðstofum og fleiri læknar.