Kristján þór hyggst ekki segja af sér: „ég treysti mér fylli­lega til að standa und­ir því trausti sem mér hef­ur verið sýnt“

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagðist einfaldlega ætla að vinna sína vinnu með sama hætti og áður þegra Halldóra Mogenssen, þingmaður Pírata spurði hann hver viðbrögð hans væru við mótmælunum á Austurvelli á laugardaginn.

Þessu greinir mbl.is frá en á mótmælunum var meðal annars krafist afsagnar Kristjáns Þórs.

„Sinna mínu póli­tíska starfi sem og embætt­is­skyld­um í ráðuneyt­inu með ná­kvæm­lega sama hætti og af bestu sam­visku, gæta að hæfi, hvort held­ur er um að ræða sér­stök mál eða annað því um líkt, og leggja mig ein­fald­lega fram um að sinna þeim verk­um sem mér hef­ur verið treyst og trúað fyr­ir,“ sagði Kristján.

Halldóra spurði Kristján þá hvort hann upplifði traust í kjölfar mótmælanna og hvað þyrfti til þess að hann segði af sér.

„Ég finn bæði fyr­ir trausti og van­trausti eins og við stjórn­mála­menn ger­um iðulega í okk­ar störf­um. Þau eru um­deild og við því er ekk­ert að segja. Við leggj­um verk okk­ar í dóm kjós­enda, oft­ast nær á fjög­urra ára fresti. Ég treysti mér fylli­lega til að standa und­ir því trausti sem mér hef­ur verið sýnt til að gegna störf­um fyr­ir Norðaust­ur­kjör­dæmi en um leið taka þátt í störf­um Alþing­is fyr­ir alla lands­menn,“ sagði Kristján og bætti við að hann ætlaði að vona að störf stjórnmálamanna á Íslandi yrðu aldrei á þann veg að þeir yrðu ekki umdeildir.

Einnig sagðst Kristjáni þykja vænt um ef Halldóra gæti upplýst hann um þær „undratölur“ sem hún virtist hafa um það hversu marga einstaklinga það þyrfti sem mælikvarða um traust á störfum þingmanna.