Kringlureitur afmarkast af Kringlunni, Listabraut, Kringlumýrarbraut og Miklubraut en þetta svæði er í eigu Reita Fasteignafélags en fjallað verður um starfsemi þess í þættinum Atvinnulífið sem var á dagskrá Hringbrautar að kvöldi 7. febrúar. Að sögn Guðjóns Auðunssonar forstjóra stendur til að þróa allt að 100.000 m2 af íbúða- og verslunarhúsnæði á næstu árum í samstarfi við Reykjavíkurborg. \"Þetta er langtímaverkefni sem tekur sífeldum breytingum\" að sögn Guðjóns en þetta er eitt af þeim málum sem fjallað verður um í þættinum auk sögu Kringlunnar og baráttu Pálma Jónsson kaupmans í Hagkaup fyrir að fá lóð úthlutað í Kringlunni fyrir rúmlega 30 árum. Umsjónarmaður þáttarins er Sigurður K. Kolbeinsson og kvikmyndatökur annaðist Friðþjófur Helgason. Drónaskot eru mynduð af www.utsyn.is en fjöldi loftmynda eru birtar í þættinum af fjölmörgum fasteignum í eigu Reita.
Kringlureitur: nýtt þróunarsvæði

Fleiri fréttir
Nýjast