Íslenskur leikur á kvölddagsskrá nbc

Ein stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, hefur ákveðið að framleiða 10 þátta sjónvarpsseríu sem byggir á íslenska spurningaleiknum QuizUp.

Þátttakendur í upptökuveri NBC munu etja kappi við sjónvarpsáhorfendur sem sitja heima hjá sér, hvar sem er í Bandaríkjunum, og spila leikinn í snjalltækjum sínum. Sigurvegarar í þættinum munu hljóta allt að eina milljón dala sem jafngildir u.þ.b. 130 milljónum króna.

NBC gerir þættina í samstarfi við íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp, en þættirnir munu einfaldlega heita QuizUp. QuizUp er í dag vinsælasti stafræni spurningaleikur í heimi með rúmlega 75 milljónir notenda. Leikurinn hefur komist í fyrsta sæti App Store í 128 löndum. NBC hefur framleitt fjölmarga vinsæla þætti á borð við Frasier, Friends, Seinfeld, The West Wing, Fear Factor, The Office, America\s Got Talent