Íslenskur eiturbarón í s-ameríku?

Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku.

Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Samkvæmt frétt Rúv telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali.

Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. Heldur fjölmiðilinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur. Burðardýrið, kona, hafi nefnt Íslendinginn skv. suðuramerískum fjölmiðlum. Ekkert hefur spurst til Guðmundar í tvö ár eftir því sem fram hefur komið en DV segir pabba hans hafa heyrt í honum á Skype um áramótin.

Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur eftir því sem fram kemur í frétt Rúv sem lesa má í heild hér.