Innihaldslýsingar í matvælum

Hver kannast ekki við það að ætla að vera voðalega hollustusamlegur í verslun og snúa matvælinu við í þeirri heiðarlegu tilraun til að lesa innihaldslýsinguna? Eflaust einhverjir. En lenda þá í því að skoða orð sem eru gjörsamlega óskiljanleg og villandi.

Þumalputtareglan er að því færri innihaldsefni, þeim mun ferskari er varan. Til að mynda er epli bara epli og gúrka bara gúrka ! 

En þegar við erum komin með leið á eplum og gúrkum þá geta málin vandast. Við treystum auðveldlega og skiljum ekki fyllilega afhverju framleiðendur eru að bæta einhverjum óskunda í matinn okkar. En það er samt sem áður hin sorglega staðreynd. Skoðum þessa mynd hér að neðan:

\"\" 

Hér má sjá það sem á að vera hárvaxtar aukandi kakó. (já hlutirnir sem við kaupum á internetinu eru hverjir öðrum ótrúlegari)

Tökum eftir að fyrsta innihaldið sem tekið er fram er sykur og þá þýðir jafnframt að það sé mest af sykri í þessari vöru. Það efni sem er hlutfallslega mest af er alltaf fyrst á listanum og svo koll af kolli. Þriðja innihaldsefnið er glucose sýróp. Sem er líka sykur, nema fljótandi. 

Hér má finna mörg orð sem eru tor skilin en jafnframt skemmtilegt að taka fram að innihaldsefnin í þessari vöru sem aðstoða við aukin hárvöxt eru biotin, zinc og selenium en þau efni eru númer 10,11 og 12 á listanum. Pössum okkur á svona vörum sem kunna að gera okkur meira mein en gott því til að auka hárvöxt er töluvert einfaldara og ódýrara að kaupa sér bara þess til gerð vítamín. 

Hér er önnur mynd:

\"\"

Fyrir ykkur nartarana þá kynni ég með stolti þessa snilld: whole earth power balls. Mjög bragðgóðar litlar bollur unnar úr döðlum og hnetusmjöri. (fást í hagkaup) En hér er gaman að sjá innihaldsefnin. 

Fyrst á lista er döðlu paste sem þýðir 25% af vörunni er þar af leiðandi döðlu mauk og 24% úr sultanas sem er mjög svipað rúsínum. Restin af vörunni er hnetusmjör, ristaðar hnetur, hnetu hveiti sem er í raun bara malaðar hnetur. Epla þykkni, glútein lausum höfrum og salti. 

Að geta lesið og skilið innihladsefni vörunnar er regla sem við eigum að tileinka okkur. Erfðabreytt efni geta haft slæm áhrif á líkama okkar og heilsu. Við erum alltof dýrmæt til að stofna eigin sjálfi til vandræða. 

Mundu - Gúrka er bara gúrka

 

**Snædís**